spot_img
HomeFréttirMbl.is: Lið frá Ítalíu vildi fá Hauk Helga

Mbl.is: Lið frá Ítalíu vildi fá Hauk Helga

Cantú á Ítalíu hafði fyrirspurnir um Hauka Helga Pálsson leikmann Njarðvíkinga skv. frétt Morgunblaðsins í dag. Í greinnni segir einnig að þar sem Haukur hafi ekki verið með ákvæði í samningi sínum við Njarðvík um að geta farið út áður en tímabilinu lýkur varð ekkert af samningaviðræðum við Cantú. 

 

Haukur sagði við Morgunblaðið í dag að þar af leiðandi hafi þessar umleitanir Ítalanna verið drepnar í fæðingu. „Þetta var spennandi og ég er spenntur fyrir því að komast aftur út en svona er þetta bara,“ sagði Haukur og bætti við að hann skildi vel sjónarmið Njarðvíkinga. 

Nánar um málið á íþróttasíðum Morgunblaðsins

Fréttir
- Auglýsing -