Úrslitakeppnin er hafin í dönsku úrvalsdeildinni en þeir félagar Arnar Guðjónsson og Axel Kárason misstu frá sér heimavöllinn strax í fyrsta leik með 70-80 ósigri Svendborg Rabbits gegn Horsholm.
Axel Kárason gerði 4 stig og tók 5 fráköst á 33 mínútum en stigahæstur hjá Svendborg í leiknum var Darious Moten með 25 stig og 12 fráköst.
Liðin mætast aftur þann 17. mars næstkomandi á heimavelli Horsholm en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í undanúrslit. Það lið sem vinnur þessa seríu mætir Horsens í næstu umferð. Horsens urðu deildarmeistarar og sitja hjá í fyrstu umferð þar sem danska úrvalsdeildin taldi átta lið. Sex lið leika því í fyrstu umferðinni og Horsens kemur inn sem sjöunda liðið eftir að hafa setið af sér þessa fyrstu umferð.



