Sjóðheitir Haukar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn í DB Schenkerhöllina í Hafnarfirði. Haukar eiga heimaleikjaréttinn og lokuðu deildarkeppninni með átta sigrum í röð. Halda herlegheitin áfram? Karfan TV ræddi við Emil Barja um rimmuna við Þorlákshafnarmenn.



