Njarðvíkingar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Ásgarð kl. 19:15. Stjarnan á heimaleikjaréttinn í seríunni en Njarðvíkingar höfnuðu í 7. sæti deildarinnar og töpuðu fjórum síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppnina. Haukur Helgi Pálsson sagði við Karfan.is að hópurinn hafi verið að þjappa sér saman og að tiltekt hafi átt sér stað í toppstykkinu og því væri hann spenntur fyrir komandi átökum.



