spot_img
HomeFréttirElli með flugeldasýningu í stórsigri Þórs gegn ÍA

Elli með flugeldasýningu í stórsigri Þórs gegn ÍA

Elías Kristjánsson sem að öllum líkindum lék sinn síðasta leik fyrir Þór í gærkvöld setti niður 8 þrista í 11 tilraunum og skoraði 29 stig, kveður með stæl.

Þórsarar tóku á móti ÍA í lokaumferð fyrstu deildar karla í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni í gær.  Það var alveg deginum ljósara að Þórsliðið ætlaði að kveðja fyrstu deildina á eftirminnilega hátt og hófu strákarnir leikinn með miklum látum eins og sést því þegar fyrsta leikhluta leik var forskot Þórs komið í 17 stig.  Þór hafði svo góð tök á leiknum og í hálfleik var forskotið 23 stig 62-39. Þegar upp var staðið hafði Þór 33 stiga sigur 107 – 74 nokkuð stærri sigur en menn áttu von á fyrir fram nema kannski leikmenn Þórs sem greinilega ætluðu sér að ljúka deildinni með stæl eins og áður segir.

Allir leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum og áttu fínan dag en enginn lék þó betur en fyrirliðinn Elías Kristjánsson sem að öllum líkindum var að leika sinn síðasta leik fyrir Þór. Elías var ekki bara besti maður Þórs í leiknum heldur sá besti á vellinum eins og tölfræðin sýnir. Elli tók tvö tveggja stiga skot sem bæði rötuðu rétta leik, hann hitti úr átta þristum í ellefu tilraunum 73% nýting, já komiðið sæl og blessuð, tók eitt víti sem rataði rétta leið. sem sagt 29 stig.

Drew Lehman var með 21 stig og 9 stoðsendingar,  Þröstur Leó 15 stig, Danero 10, Ragnar Helgi 9 stig og 9 stoðsendingar,  Sindri Davíðs 8 stig, Einar Ómar og Tryggvi Snær 6 stig hvor auk þess tók Tryggvi 11 fráköst og Arnór Jónsson 3 stig.

Hjá ÍA var Sean Wesley Tate stigahæstur með 26 stig,  Fannar Helgason 20 og 6 fráköst,  Áskell Jónsson 11, Steinar Aronsson 8, Erlendur Ottesen 5 og Jón Orri Kristjánsson 4.

Gangur leiksins: 34-15 / 28-24 / 24-18 / 21-17

Tölfræði leiksins

Mynd og umfjöllun/ Páll Jóhannesson

Fréttir
- Auglýsing -