Seinasti leikur Stjörnunar í vetur en næst seinasti leikur Hamars fór fram í Frystikistunni í Hveragerði í gær. Karl West Karlsson tók hús á viðureign liðanna.
Fyrri hálfleikur:
Hamarsstúlkur byrjuðu leikinn mjög vel og þá sérstaklea Fordinn, hún setti 16 stig í fyrsta leikhluta en einungis 2stig í 2.leikhluta, Stjarnan náði illa að stöðva hana og skot hennar fóru nánast öll niður og komst Hamar fljótt í 10 stiga mun sem þær héldu vel í og létu Stjörnuna aldrei komast nær sér en það. A.Godbold var einn helsti sóknarmaður Stjörnunar í fyrrihálfleik ef svo má að orði komast.
Seinni hálfleikur:
Sama að frétta og úr fyrrihálfleik, Salbjörg kom inn í sóknaleik Hamars meira og hjá Stjörnuni fóru körfurnar að detta hjá fleiri leikmönnum en kananum en Stjarnan náði aldrei að fá stopp, liðin skiptust á körfum og alltaf þessi 10 stiga munur og Hamar alltaf skrefinu á undan, Ford fór útaf með 4 villur í 3.leikhluta til að spara sig í 4.leikhluta, þegar 6mín eru eftir af honum er staðan 70-60 og virðist ekkert ætla breytast. 3 mín eftir og staðan 78 – 65 , Berry tekur leikhlé og segir “ It´s now or never “
Margrét Kara að eiga sinn besta 3 stiga skot leik á tímabilinu 5 af 8. Hamar vann leikinn 82 – 70 og Stjarnan náði að passa seinustu sókninarnar og éta af klukkuni svo að þær gætu aldrei tapað með 17stigum því þá lenda þær ekki neðstar, en Hamar á leik til góða því þær eiga Hauka næst en Stjarnan hefur lokið leik þetta tímabilið og komnar í sumarfrí.
Dómarar: Rögnvaldur og Steinar Orri
Liðs tölfræði Hamar : Stig 82 Frák 49 Stoðs15 Villur 12
Liðs tölfræði Stjarnan: Stig 70 Frák 39 Stoðs 17 Villur 18
Mynd og umfjöllun/ KWK



