spot_img
HomeFréttirShiran: Bikarúrslit í Höllinni hápunkturinn

Shiran: Bikarúrslit í Höllinni hápunkturinn

KFÍ hefur nú lokið keppni í körfuknattleik og mun á næstu leiktíð snúa aftur í 1. deild karla en þá sem Vestri. Félagið hefur starfað með hléum frá árinu 1965. Frægðarsól félagsins reis hvað hæst þegar liðið komst í bikarúrslit árið 1998 en mátti þá fella sig við 95-71 ósigur gegn Grindavík. Uppselt var í Laugardalshöll þann daginn skv. heimildum Karfan.is. Á meðal leikmanna sem spiluðu á einhverjum tíma fyrir KFÍ voru Friðrik Erlendur Stefánsson, Guðni Guðnason, Hrafn Kristjánsson og Baldur Ingi Jónasson svo einhverjir séu nefndir.

Karfan TV ræddi við Shiran eftir sigur KFÍ í sínum síðasta leik en sigurinn kom gegn Ármenningum síðastliðið föstudagskvöld og bjargaði um leið KFÍ frá falli í 2. deild. 

 

 

 

Mynd/ Jón Björn Ólafsson – [email protected]: Kveðjulið KFÍ 2016. 

Fréttir
- Auglýsing -