Tindastóll sigraði Keflavík með 96 stigum gegn 80 í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum. Tindastóll leiðir einvígið því 2-0 og þurfa aðeins 1 sigur í viðbót til þess að tryggja sína þátttöku í undanúrslitunum, en næsti leikur liðanna er í Keflavík komandi miðvikudag kl 19.15.
Hérna er meira um leik kvöldsins.
Eftir leik heyrðum við snögglega í fyrirliða Keflavíkur, Magnúsi Þór Gunnarssyni.
Sárt tap á Sauðárkróki, hvað er að gerast, hvar tapið þið þessum leik?
Já alveg ömurlegt. En í þessum leik þá náðu þeir r?nni í 3. hluta og við náðum okkur ekki á strik eftir það.
Hverju myndir þú kenna um það að þið séuð nú komnir með bakið upp að vegg í seríunni?
Við erum bara ekki að spila sem lið í 40 mínútur hvorki í vörn né sókn. Tökum skorpur en það er ekki nóg…
Hvernig sérð þú þína menn koma til baka, hvað þarf að gerast?
Núna er það bara næsti leikur. Það þarf að vinna 3, þannig við þurfum bara að vinna næsta leik. Ég hef fulla trú á að við komum til baka og vinnum í Keflavík og förum á Krókinn aftur! Við þurfum að hætta öllu væli og standa saman sem eitt lið en ekki 12 einstaklingar. Það er það eina sem þarf að gerast!



