spot_img
HomeFréttirStjörnustríð 23.-24. apríl

Stjörnustríð 23.-24. apríl

Við hvetjum ykkur til þess að koma og enda körfuboltaveturinn með okkur á skemmtilegu móti en Stjörnustríð fer fram helgina 23-24. apríl í Ásgarði. Mótið er fyrir iðkendur fædda árið 2004 og yngri. Skráning fer fram á [email protected]
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 14. apríl.

Stig eru ekki talin og verður því leikgleðin í fyrirrúmi. Mótið er foreldravænt þar sem stefnan er sett á að hvert lið ljúki keppni á rúmlega 3 klst. frá fyrsta leik.

 

Mótsreglur

· Leiktími er 2×12 mínútur, nema í 6-7 ára þar sem leiktími er 1×12 mínútur

· 4 leikmenn eru inná í hvoru liði, nema í 6-7 ára þar sem 3 leikmenn eru inná

· Skipta má inná hvenær sem er á leiktímanum

· Leikið er eftir minniboltareglum KKÍ

· Stig eru ekki talin

· Vörn er ekki leyfð fyrir framan miðju

· Ef brotið er í skottilraun er gefið eitt vítaskot

– Lögð áhersla á að dómarar leggi sig fram og  flauti hátt og skýrt.

 

Þáttökugjald er 2500 kr á leikmann.

Fréttir
- Auglýsing -