spot_img
HomeFréttirBonneau sleit hásin - staðfest

Bonneau sleit hásin – staðfest

Karfan.is hefur fengið þau tíðindi staðfest úr herbúðum Njarðvíkinga að Stefan Bonneau hefur slitið hásin á hægri fæti. Hann fór snemma af velli í viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur áðan. Gríðarlegt áfall fyrir leikmanninn sem var að snúa aftur í sinn fyrsta mótsleik eftir að hafa slitið hásin á vinstri fæti.

Þær upplýsingar sem Karfan.is hefur fengið gefa til kynna að leikmaðurinn hafi verið í miklu uppnámi eins og gefur að skilja en hafi engu að síður strax sent þau skilaboð frá sér að hann ætlaði sér strax aftur í annað eins ferli og hann var að ljúka og koma sem allra fyrst til baka. 

Fréttir
- Auglýsing -