Í kvöld gætu tvö Suðurnesjalið endað í sumarfríi frá Domino´s-deild karla. KR tekur á móti Grindavík og Keflavík fær Tindastól í heimsókn í 8-liða úrslitum. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en KR leiðir 2-0 gegn Grindavík og Tindastóll leiðir 2-0 gegn Keflavík. Í kvöld er því að duga eða drepast fyrir Suðurnesjamenn!
KR vann fyrstu tvo leikina gegn Grindavík 85-67 og 91-77 og Tindastóll vann fyrstu tvo leikina gegn Keflavík 90-100 og 80-96.
Allir á völlinn!
Þetta er uppi í dag!
| 23-03-2016 17:30 | Unglingaflokkur kvenna | Breiðablik ungl. fl. st. | Haukar ungl. fl. st. | Smárinn | |
| 23-03-2016 18:30 | Drengjaflokkur | Skallagrímur dr. fl. | Sindri dr. fl. | Borgarnes | |
| 23-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Grindavík | DHL-höllin | |
| 23-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Keflavík | Tindastóll | TM höllin | |
| 23-03-2016 21:15 | Unglingaflokkur kvenna | Keflavík ungl. fl. st. | Snæfell ungl. fl. st. | TM höllin |
Mynd/ Davíð Már Sigurðsson



