spot_img
HomeFréttirHelena besti leikmaður síðari hluta deildarkeppninnar

Helena besti leikmaður síðari hluta deildarkeppninnar

Úrvalslið síðari hlutans í Domino´s-deild kvenna var tilkynnt í dag en þar var Helena Sverrisdóttir valin besti leikmaður seinni hlutans. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn og Margrét Kara Sturludóttir leikmaður Stjörnunnar var valin dugnaðarforkur síðari hlutans.

Úrvalsliðið var þannig skipað:

 

Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík

Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur

Haiden Denise Palmer – Snæfell

Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell

Helena Sverrisdóttir – Haukar

 

Besti þjálafarinn: Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell

Dugnaðarforkurinn: Margrét Kara Sturludóttir – Stjarnan

 

Besti dómarinn í Domino´s-deild karla og kvenna á síðari hluta:

Sigmundur Már Herbertsson

 

Þá var við verðlaunaafhendinguna minnt á samvinnu KKÍ og UN Women með #heforshe átakið en nánar má lesa um það hér. 

Fréttir
- Auglýsing -