spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Heimavöllurinn aftur í fullu fjöri

Leikir dagsins: Heimavöllurinn aftur í fullu fjöri

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði og Haukar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í DB Schenkerhöllina. Viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og leikur Hauka og Þór verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Segja má að heimavallarréttindin séu komin aftur í gildi þar sem Stjarnan og Haukar nældu í útisigra í síðustu umferð eftir að hafa glutrað réttinum frá sér í fyrsta leik. Nú er forvitnilegt að sjá hve vænt þeim þykir um þennan rétt eða hvort gestaliðin afreki að sækja annan sigur á sterka heimavelli. 

 

Allir leikir dagsins
 

24-03-2016 12:00 Drengjaflokkur Sindri dr. fl.   Skallagrímur dr. fl. Borgarnes
24-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Stjarnan   Njarðvík Ásgarður
24-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Haukar   Þór Þ. Schenkerhöllin
Fréttir
- Auglýsing -