spot_img
HomeFréttirKeflavík lagði Snæfell örugglega

Keflavík lagði Snæfell örugglega

Keflavík og Snæfell mættust í unglingaflokki kvenna í gærkvöldi. Keflvíkingar lokuðu leiknum vel með 69-51 sigri en Hólmarar stóðu í þeim framan af. Leikur liðanna fór fram strax að lokinni viðureign Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla þar sem Keflvíkingar unnu lífsnauðsynlegan sigur svo þeir virðast hafa hitað upp parketið fyrir unglingaflokksstelpurnar sem kláruðu Snæfell.

Ef glöggt er að gáð með unglingaflokk kvenna hjá Keflavík þá er þarna samankominn meistaraflokkur félagsins að frátöldum erlendum leikmönnum svo búast má við að Keflavíkurstelpur geri harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í unglingaflokki kvenna ásamt Haukum sem hafa enn ekki tapað leik á Íslandsmótinu.

Jafnt var 49-49 fyrir fjórða og síðasta leikhluta í gær en þá setti Keflavík í fluggír og sigldi í átt að öruggum sigri síðustu 10 mínútur leiksins. Ólseigur endasprettur það.

Stigaskor Snæfell: Sara Diljá Sigurðardóttir 18 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Anna Soffía Lárusdóttir 8, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Teódóra Ægisdóttir 4, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Emilía Ósk Jónsdóttir 0.
Stigaskor Keflvaíkur: Bríet Sif 12 stig, Sandra Lind 11, Guðlaug Björt 11, Marín Laufey 7, Emelía Ósk 6, Elfa 5, Katla Rún 4, Írena Sól 2, Þóranna 2, Lovísa Ósk 0, Andrea 0.

 

Staðan í unglingaflokki kvenna
 

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Haukar ungl. fl. st. 13/0 26
2. Keflavík ungl. fl. st. 9/1 18
3. Þór Ak. ungl. fl. st. 9/4 18
4. Snæfell ungl. fl. st. 8/6 16
5. Breiðablik ungl. fl. st. 5/5 10
6. Grindavík ungl. fl. st. 4/5 8
7. Hamar ungl. fl. st. 3/12 6
8. Fjölnir ungl. fl. st. 2/12 4
9. Tindastóll ungl. fl. st. 1/9 2


 

Fréttir
- Auglýsing -