spot_img
HomeFréttir"Hef fulla trú á mínum skvísum í Grindavík"

“Hef fulla trú á mínum skvísum í Grindavík”

 

Næstkomandi miðvikudag, 30. mars, hefst úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta þetta árið. Þá fara af stað undanúrslitarimmur Hauka gegn Grindavík og Snæfells gegn Val. 

 

Spennan er mikil og ekki síst hjá stuðningsmönnum liðanna. Því ákváðum við að, meðal annars, taka stöðuna á einum stuðningsmanni hvers liðs fyrir sig til þess að reyna sem best að fá stemminguna beint í æð.

 

Við hefjum leik á stuðningsmanni liðs Grindavíkur, Ólöfu Helgu Pálsdóttur, en lið hennar mætir Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik næstkomandi miðvikudag kl 19:15.

 

Hversu lengi og afhverju fórst þú að standa við bak Grindavíkur í körfubolta?

Ég er fædd og uppalin í Grindavík þannig að ég hef staðið við bakið á þeim síðan ég man eftir mér og verið leikmaður liðsins öll mín körfuboltaár fyrir utan 3 þar sem ég var með Njarðvík.

 

Hverjar eru þínar fyrstu góðu minningar af því að vera stuðningsmaður Grindavíkur?

Ætli fyrsta góða minningin hafi ekki verið í Sláturhúsinu á Sunnubraut þegar að Mfl. KK vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil

 

Hver er (einn) þinn uppáhalds leikmaður í liðinu í dag og afhverju?

Petrúnella er klárlega einn af mínum allra uppáhaldsleikmönnum enda er hún körfuboltasystir mín (ég vann ekki einn einasta titil án hennar mér við hlið) og ég ber mjög mikla virðingu fyrir henni sem leikmanni og konu. Ég sakna þess alveg ótrúlega mikið að spila með henni Skvettu minni en ég hef unun af því að horfa á hana spila í dag.

 

Hver er þinn "all-time" uppáhalds leikmaður og afhverju?

Sama svar og að ofan. Ég er líka hrikalega hrifinn af Sólveigu Helgu Gunnlaugsdóttur, það var einhver elegance og klassi yfir hennar spilamennsku og ég leit mjög upp til hennar.

 

Hvernig metur þú þetta einvígi gegn Haukum?

Ég er bara nokkuð spennt fyrir þvi. Ég sá leik fyrr í vetur þar sem Grindavík náði að spila frábæra vörn í 40 mín og slógu Hauka út úr bikarnum. Ég hef fulla trú á mínum skvísum í Grindavík enda með stjörnuprítt lið. Ef að leikmenn ná að finna taktinn saman, láta boltann ganga og spila sem lið þá ætti þetta að vera hrikalega góð rimma. Ég spái 5 leikjum.

 

Hverjir eru helstu styrkleikar Hauka?

Haukar eru náttúrulega með Helenu Sverris sem er besti leikmaður kvk Íslands ever. Hún kann leikinn út og inn og það er alveg fáranlega gott að spila með henni. Ekki bætir úr skák að hún sé með sinn "partner in crime" sér við hlið hana Pálínu Gunnlaugs en það eru fá dúóin í kvennakörfunni sem kunna jafnvel á hvor aðra og þessar tvær, enda alist upp saman körfuboltalega séð. Svo eru Haukar líka með góða leikmenn sem kunna að stíga upp þegar á þarf að halda og góða skotmenn. Það er líka viss stemming að vera með alíslenskt lið.

 

Hverjir eru helstu styrkleikar Grindavíkur?

Eins og ég kom að áður þá eru þær með stjöruprítt lið og ef þær ná að spila saman sem ein liðsheild þá eru þær sterkari en Haukarnir, það er engin spurning.

 

Hvaða leikmaður Grindavíkur er lykillinn að sigri í þessari rimmu?

Ég held að það sé engin lykilleikmaður, ég held að lykillinn að sigri Grindavíkur sé að spila saman óeigingjarnt sem lið, treysta á hvort aðra og hafa gaman að þessu. Þó mun spilamennska Whitney Frazier skipta máli í þessari rimmu.

 

Hvernig á serían eftir að fara?

Ég segi 2-3 fyrir Grindavík.

 

Ef gult blóð rynni þér ekki í æðum, hvaða liði hefðir þú haldið með þennan veturinn og afhverju?

Þetta er mjög auðvelt svar þar sem ég er með smá blandað blóð því ég ber mjög sterkar taugar til Njarðvíkur. Ég fylgdist aðeins með stelpunum 1. deildinni í vetur.
 

Fréttir
- Auglýsing -