spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Komast Njarðvík og Haukar í undanúrslit í kvöld?

Leikir dagsins: Komast Njarðvík og Haukar í undanúrslit í kvöld?

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld en þá tekur Njarðvík á móti Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn fær Hauka í heimsókn. Báðir leikir hefjast kl. 19:15. Þá hefst úrslitakeppnin í 1. deild karla þegar Valur tekur á móti Skallagrím kl. 19:30 að Hliðarenda. 

Njarðvík leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-1 og getur með sigri í kvöld komist í undanúrslit. Aðeins útisigrar hafa litið dagsins ljós í seríunni til þessa. Ef Stjarnan vinnur í kvöld verður oddaleikur í Ásgarði. 

Haukar mæta 2-1 yfir gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllina í kvöld. Rauðir leika án Brandons Mobley sem tekur út eins leiks bann í kvöld. Vinni Haukar komast þeir í undanúrslit en vinni Þór verður oddaleikur í DB Schenkerhöllinni.

Einvígi Vals og Skallagríms í undanúrslitum 1. deildar hefst í kvöld þar sem Valur hefur heimaleikjaréttinn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit en þegar hefur Þór Akureyri unnið deildina og lokið keppni en Þór mun leika í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð. Hitt undanúrslitaeinvígið, rimma Fjölnis og ÍA, hefst svo annað kvöld í Dalhúsum þar sem Fjölnir hefur heimaleikjaréttinn. 

Allir leikir dagsins
 

29-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Njarðvík   Stjarnan Njarðvík
29-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Þór Þ.   Haukar Icelandic Glacial höllin
29-03-2016 19:30 1. deild karla Valur   Skallagrímur Valshöllin
29-03-2016 20:40 Drengjaflokkur Fjölnir dr. fl.   Haukar dr. fl. Rimaskóli

 

Fréttir
- Auglýsing -