Logi Gunnarsson var mættur aftur til leiks með Njarðvíkingum í kvöld í fjórða slag Stjörnunnar og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum. Fjórði útisigurinn í einvíginu var staðreynd og því oddaleikur framundan í Ásgarði, Logi sagði að það eru bara töffararnir sem vinna svoleiðis. Logi sem handarbrotnaði fyrir tæpum mánuði síðan gerði sjö stig fyrir Njarðvíkinga í kvöld.



