Guðbjörg Sverrisdóttir og Valskonur halda í Hólminn í dag þegar undanúrslitaeinvígi Snæfells og Vals hefst í Domino´s-deild kvenna. Guðbjörg sagði við Karfan.is að Valsliðið þyrfti að spila almennilega vörn og freista þess að ná að hægja á lykilleikmönnum Snæfells. Þá upplýsti hún okkur einnig um það að þær systur, Guðbjörg og Helena Sverrisdætur, ætluðu sér að hitta í úrslitarimmunni.



