Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Fjölnis, Róbert Sigurðsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Fjölnir fær ÍA í heimsókn í fyrsta leik úrslitakeppni 1. deildarinnar kl. 19:15 í kvöld.
Róbert:
"Reyndar hlusta ég ekki mikið á tónlist til að peppa mig fyrir leik, en það eru nokkur lög sem koma mér í gang"
The love within – Bloc Party
Heyrði þetta á X-inu í vinnunni og þetta lag greip mig strax.
Frekar róleg útgáfa af annars ótrúlega góðu lagi sem bara getur ekki klikkað.
100.000 – Úlfur Úlfur
Bent nálgast – XXX Rottweiler
Brennum allt – Úlfur Úlfur
Strákarnir – Emmsjé Gauti
Hlusta mikið á íslenskt rapp og þessi standa uppúr eins og staðan er í dag. Þessi lög eru á pepplistanum fyrir leikinn í kvöld en listinn tekur breytingum milli leikja.



