spot_img
HomeFréttirKári sprengdi upp bekkinn í gær

Kári sprengdi upp bekkinn í gær

Haukar komust í gærkvöldi í undanúrslit í Domino´s-deildar karla eftir frækinn spennusigur sem framlengja varð gegn Þór Þorlákshöfn. Kári Jónsson fór mikinn í leiknum og var verðskuldað valinn besti maður leiksins. Kári kom af bekknum og bauð upp á langhæsta bekkjarskorið í úrslitakeppninni til þessa eða heil 30 stig!

Fyrir leikinn í gær hafði Gurley leikmaður Tindastóls skorað mest með því að koma af bekknum eða 18 stig í 90-100 sigri Tindastóls gegn Keflavík. Óhætt er því að segja að Kári hafi heldur betur hækkað viðmiðið fyrir menn sem koma inn af bekknum í næstu leikjum. 

 

Nú eru þrjú lið komin áfram í undanúrslit en það eru KR, Tindastóll og Haukar og aðeins einn leikur eftir í 8-liða úrslitum en það er oddaleikur Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fram fer í Ásgarði annað kvöld. 

 

Hæsta stigaskor af bekk í úrslitakeppninni til þessa

 

Þór Þorlákshöfn 96-100 Haukar: Kári Jónsson 30 

Keflavík 90-100 Tindastóll: Gurley 18

Haukar 84-75 Þór Þorlákshöfn: Kári Jónsson 16

Tindastóll 98-68 Keflavík: Gurley 15

Stjarnan 68-73 Njarðvík: Arnþór Freyr Guðmundsson 15

Tindastóll 96-80 Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 13

Njarðvík 70-82 Stjarnan: Sæmundur Valdimarsson 12

Keflavík 95-71 Tindastóll: Gurley 11

Stjarnan 68-73 Njarðvík: Ólafur Helgi Jónsson 11

Njarðvík 68-83 Stjarnan: Sæmundur Valdimarsson 11 

Haukar 84-75 Þór Þorlákshöfn: Grétar Ingi Erlendsson 10

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -