spot_img
HomeFréttirHvaða áhrif hefur oddaleikurinn á undanúrslitin?

Hvaða áhrif hefur oddaleikurinn á undanúrslitin?

Oddaleikur Stjörnunnar og Njarðvíkur í kvöld hefur ýmislegt að segja hvað framhaldið varðar. Hver sigurvegari kvöldsins verður mun hafa áhrif á röðun í undanúrslitin. Mögulega getum við fengið nákvmælega sömu undanúrslit og á síðustu leiktíð en þá verður aðeins eitt öðruvísi, Haukar yrðu með heimaleikjarétt í seríunni gegn Tindastól. Skoðum möguleikana.

Ef Stjarnan vinnur í kvöld og kemst í undanúrslit er útlitið svona:

1. KR
2. Stjarnan
4. Haukar
6. Tindastóll

Undanúrslitarimmurnar eru þá: KR vs Tindastóll og Stjarnan vs Haukar. 

Ef Njarðvík vinnur í kvöld og kemst í undanúrslit er útlitið svona:

1. KR
4. Haukar
6. Tindastóll
7. Njarðvík

Undanúrslitarimmurnar eru þá: KR vs Njarðvík og Haukar vs Tindastóll. 

Eins og sést verður KR í öllu falli með heimaleikjarétt en geta mætt Tindastól eða Njarðvík eftir því hvernig kvöldið fer. Haukar mæta svo annað hvort Stjörnunni eða Tindastól en geta aldrei mætt Njarðvík eins og lokastaða þeirra í deild gefur til kynna. Njarðvík og Haukar gætu ekki mæst fyrr en í úrslitum. Stólarnir eru í öllu falli ekki með heimaleikjarétt sama hvað verður í kvöld, annað hvort mæta þeir KR eða Haukum og þau lið þá með heimaleikjaréttinn. 

Mynd/ Bára Dröfn

 

Fréttir
- Auglýsing -