Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Domino´s-deildar karla og það ekki síst fyrir tilstilli Hauks Helga Pálssonar sem í oddaleiknum hjó verulega nærri þrennunni með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.
Margir voru tilkallaðir en aðeins einn útvalinn og er Haukur því Lykil-maður oddaleiksins sem einnig hefur verið kallaður, til þessa, einn af betri leikjum tímabilsins. Haukur m.a. ísaði leikinn þegar rúmar þrjár sekúndur lifðu eftir af honum með tveimur vítum sem breyttu stöðunni í 75-79.
Stattlína Hauks í leiknum:
| 13 | *Haukur Helgi Pálsson | 37:09 | 5/8 | 62% | 1/4 | 25% | 6/12 | 50% | 6/6 | 100% | 1 | 9 | 10 | 8 | 1 | 6 | 31 | 9 | 19 |



