Í kvöld hefst níunda undanúrslitarimma KR og Njarðvíkur frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Árið 1995 var 8-liða úrslitum bætt við en KR og Njarðvík mættust þrisvar þegar voru bein undanúrslit og eru að mætast núna í sjötta sinn í undanúrslitum eftir að 8-liða úrslitum var bætt við.
Eins og flestir vita er hér um að ræða tvö af sigursælustu félögum landsins því eftir úrslitakeppnina hafa Njarðvíkingar 11 sinnum orðið Íslandsmeistarar en KR 7 sinnum. KR hefur 14 sinnum orðið Íslandsmeistari frá árinu 1952 en Njarðvík 13 sinnum.
Undanúrslitaviðureignir KR og Njarðvíkur frá upphafi:
2015
KR 3-2 Njarðvík
2006
Njarðvík 3-1 KR
2002
Njarðvík 3-1 KR
2001
Njarðvík 3-0 KR
2000
Njarðvík 2-3 KR
1989
Njarðvík 0-2 KR
1987
Njarðvík 2-0 KR
1985
Njarðvík 2-0 KR
Heildarstaða liðanna í undanúrslitum frá upphafi úrslitakeppninnar:
Njarðvík 17-10 KR



