spot_img
HomeFréttirIngunn Embla Kristínardóttir - Pepplistinn Minn

Ingunn Embla Kristínardóttir – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Grindavíkur, Ingunni Emblu Kristínardóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Grindavík heimsækir Hauka kl. 19:15 í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Ingunn:

 

 

Leiðin okkar allra – Hjálmar

Yfirleitt fyrsta lagið sem eg hlusta á á leiðinni í leik rólegt og gott og kemur huganum á góðan stað.

 

Strákarnir – Emmsjé

Það er eitthvað við þetta lag sem dregur það inn á listann minn, gott lag bara.

 

Get ugly – Jason Derulo

Svo hrissti ég oft upp í þessu með Jason vini mínum hann fær mann alltaf í gott skap.

 

Again – Fetty Wap

Nauðsynlegt að hafa eitt gott rapp lag með Fetty lika, hann kemur sterkur inn hjá mér.

 

Formation – Beyonce

Það er enginn playlisti án þess að hafa Queen B á honum.

 

Borgin – Hjálmar

Alltaf seinasta lag sem ég spila aður en ég fer út úr bílnu mínum, þetta lag veitir mér einhverskonar hugarró og sælu sem er erfitt að lýsa.

Fréttir
- Auglýsing -