Landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson skoraði 13 stig í gærkvöldi þegar Boras Basket minnkaði muninn í 2-1 gegn Södertalje Kings í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Mikilvægur sigur hjá Jakobi og félögum en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslit.
Eins og áður greinir var Jakob með 13 stig í leiknum, 6 fráköst og 3 stoðsendingar en stigahæstur í liði Boras var Christian Maraker með 20 stig og 11 fráköst. Fjórði leikur liðanna fer svo fram næstkomandi föstudagskvöld á heimavelli Boras.



