Tindastóll og Haukar voru rétt í þessu að klára aðra undanúrslitaviðureign sína þar sem heimamenn í Síkinu náðu að jafna einvígið 1-1 með sannkölluðum spennusigri á Haukum. Lokatölur 69-68 en Finnur Atli Magnússon tók lokaskot Hauka um leið og tíminn rann út en ekki vildi það niður þetta sinnið og einvígið því jafnt!
Viðar Ágústsson og Myron Dempsey voru báðir með 17 stig í liði Tindastóls í kvöld en Kári Jónsson var með 18 stig í liði Hauka.
Tindastóll-Haukar 69-68 (13-18, 22-15, 18-22, 16-13)
Tindastóll: Myron Dempsey 17/11 fráköst, Viðar Ágústsson 17/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Darrel Keith Lewis 11/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 0, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Anthony Isaiah Gurley 0.
Haukar: Kári Jónsson 18/10 fráköst, Brandon Mobley 17/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Emil Barja 8, Haukur Óskarsson 7/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3/5 fráköst, Kristinn Marinósson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Kristinn Jónasson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0.

Nánar verður greint frá leiknum síðar í kvöld…



