spot_img
HomeFréttirYngvi Gunnlaugsson ráðinn þjálfari Vestra!

Yngvi Gunnlaugsson ráðinn þjálfari Vestra!

Yngvi Páll Gunnlaugsson hefur tekið við starfi yfirþjálfara Vestra! Frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ sem mætir til leiks á næsta tímabili í 1. deild karla sem Vestri eins og áður hefur verið greint frá. Í fréttinni segir að Yngvi taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi en hann mun taka við meistaraflokki félagsins og hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka deildarinnar.

„Við fjölskyldan ákváðum því að skoða það að breyta til og flytjast búferlum. Allt ferlið var einstaklega vel unnið og fagmennskan í fyrirrúmi af hálfu Vestra. „Það er mikil tilhlökkun af minni hálfu að flytja á Ísafjörð og taka þátt í þessu spennandi verkefni sem liggur fyrir, þ. e. að vera fyrsti yfir- og meistaraflokksþjálfarinn undir merkjum Vestra. Að því sögðu, þá stendur körfuboltinn á ákveðnum tímamótum fyrir vestan, en mönnum hefur tekist vel upp að sameina svæðið undir einn hatt og þannig hefur náðst góður fjöldi í yngri flokkunum og samkennd,“ segir Yngvi í fréttinni á heimasíðu Vestra (KFÍ). 

Nánar um málið

Fréttir
- Auglýsing -