spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Úrslitasería Fjölnis og Skallagríms hefst í kvöld

Leikir dagsins: Úrslitasería Fjölnis og Skallagríms hefst í kvöld

Í kvöld hefst úrslitasería Fjölnis og Skallagríms í 1. deild karla. Fjölnismenn hafa heimaleikjaréttinn svo leikur kvöldsins fer fram í Dalhúsum kl. 19:15. Á leið sinni í úrslit fór Fjölnir í gegnum ÍA og Skallagrímur komst áfram eftir oddaleik gegn Val.

Liðin mættust í tvígang í deildarkeppni 1. deildar, fyrst í Borgarnesi þar sem Fjölnir hafði öruggan 72-92 sigur í Fjósinu en í öðrum leiknum í Dalhúsum bar minna í milli og Fjölnir slapp með 89-85 sigur á heimavelli. Þriðji leikur liðanna á tímabilinu var í bikarkeppninni þar sem Skallagrímur vann Fjölni 96-93 og komst inn í 8-liða úrslit en duttu þar naumlega út gegn Grindavík 96-105. 

Vinna þarf þrjá leiki í úrslitum 1. deildar karla og mun sigurvegari rimmunnar fara í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð ásamt Þór Akureyri sem eru deildarmeistarar 1. deildar. 

Event leiksins

Fréttir
- Auglýsing -