spot_img
HomeFréttirHugleiðingar Hannesar um úrslitakeppni NBA: Austurdeild

Hugleiðingar Hannesar um úrslitakeppni NBA: Austurdeild

Spennandi deildarkeppnum er nú nýlokið í NBA og röð liða í úrslitakeppninni varð ekki ljós fyrr en að loknum síðustu leikjunum, var keppnin sínu meira spennandi í austurdeildinni.

Hér eru nokkrar hugleiðingar um leikina í úrslitakeppninni og spá um hvernig leikirnir fara, að sjálfsögðu er þetta mín spá og litast því að einhverju leiti af því með hvaða liði ég held og hvaða liðum ég hef haft gaman af að fylgjast með í vetur. Ég held það verði nokkur óvænt úrslit (sérstaklega austan megin þar sem liðin í þriðja til sjötta sæti voru öll í einum hnapp) og á von á jöfnum og skemmtilegum viðureignum í 16 liða úrslitum. En hér koma loks pælingarnar:

Austurdeild:

Cleveland Cavaliers (1) – Detroit Pistons (8)

            Enn er það LeBron James besti leikmaður deildarinnar til margra ára og einn af bestu leikmönnum deildarinnar í ár sem min skera úr hvort Cleveland vinnur seríuna eða ekki.  Með honum eru frábærir leikmenn eins og Kevin Love, Kyrie Irving og Smith sem getur dottið í þvílíkan “hittni” gír að annað ein hefur vart sést! Liðið hefur gengið upp og ofan  finnst manni í vetur og ekki náð að vera það yfirburða lið í austurdeildinni sem þeir vonuðust eftir. Eftir þjálfarskipti á miðjum vetri þegar Ty Lue tok við liðinu fór liðið að spila hraðari bolta og James virtist njóta sín betur á ný.

Það er erfitt verkefni að sigra LeBron og félaga í sjö leikja seríu en Detroit er sýnd veiði en ekki gefin með André Drummund og Reggie Jackson innanborðs, lið sem gæti gert Cleveland erfitt fyrir með krafti og dugnaði. Liðið fékk Tobias Harris í skiptum við Orlando Magic og hefur hann blómstrað síðan hann kom til Detroit og gætt liðið nýju lífi og í raun held ég að ef einhver getur gert LeBron James og félögum lífið eitt þá er það Stan Van Gundy þjálfari Detroit, sem gæti lumað á einhverju undarlegu herbragði sem Ty Lue og félagar finna ekki lausn við. Eins mikið og mig langar til þess að þessi sería verði “upset aldarinnar” þá eru ekki miklar líkur á því og ég spái Cleveland sigri í fimm leikjum.

Cleveland 4 – Dectroit 1

 

Toronto Raptors (2) – Indiana Pacers (7)

            Sumir telja að þetta verði “leiðinlegasta” viðureignin í 16 liða úrslitunum að Raptors liðið muni sigra því Indiana sé hreinlega ekki nógu gott og spili ekki nógu jafnt, þ.e. þeir spila stundum vel og stundum alls ekki! Toronto liðið er borið uppi af Kyle Lowry og DeMar DeRozan sem skora að meðaltali tæp 45 stig í leik fyrir liðið. Toronto tapaði óvænt fyrir Washington í úrslitakeppninni í fyrra og hljóta að hafa lært af reynslunni. Raptors unnu þrjár leiki af fjórum gegn Indiana og aðalstjarna Pacers Paul George náði sér ekki á strik í neinum af leikjunum gegn Raptors í vetur. Erfitt er að sjá Indiana vinna þessa viðureign og það gæti orðið erfitt fyrir þá að vinna leik! Ég spái því að Toronto komist nokkuð létt í gegnum þessa viðureign og sigri í fimm leikjum.

Toronto 4 – Indiana 1

 

Miami Heat (3) – Charlotte Hornets (6)

            Þessi sería gæti orðið athyglisverð. Miami blómstrar án Chris Bosh, eða kannski frekar fór að spila mun hraðari bolta eftir að Bosh var settur á hliðarlínuna vegna veikinda. Dwyane Wade er sem fyrr maðurinn í liðinu en aðrir hafa verið að stíga upp að undanförnu eins og Hassan Whiteside sem hefur tekið undraverðum framförum sóknarmegin í vetur. Charlotte hefur verið á ágætri siglingu með Kemba Walker í broddi fylkingar og Jeremy Lin sem hefur verið að spila virkilega vel í lok tímabilsins. Bæði liðin enduðu tímabili með sama vinningslutfall 48-34 (reyndar eru Atlanta og Boston einnig með nákvæmlega sama hlutfall líka) og liðin skildu jöfn 2-2 í innbyrðis viðureignum í vetur.  Ég held að þetta verði jöfn sería og ætla að spá því að Charlotte Hornets steli sigri í framlengdum sjöunda leik í Miami við mikinn fögnum Michael Jordan!
Miami 3 – Charlotte 4

 

Atlanta Hawks (4) – Boston Celtics (5)

            Þá er það mikilvægasta viðureignin í 16 liða úrslitunum, viðureignin sem getur skipt sköpum um framhaldið og hverjir verða meistarar! Mínir menn í Boston eða einhverjir aðrir? Nei að öllu gamni slepptu þá held ég að þetta verði epísk viðureign tveggja áþekkra liða sem bæði geta á (virkilega) góðum degi unnið Cleveland í næstu umferð! Atlanta vann Boston 3-1 yfir tímabilið en liðin enduðu bæði 48-34. Atlanta liðið er með Al Horford og Jeff Teague sem leiðtoga liðsins og “Rondo-klónið” Schroeder sem alltaf er gaman að horfa á en Paul Millsap er leikmaðurinn sem hefur stigið upp í lekjunum gegn Boston og gert gæfu muninn í leikjum liðanna í vetur. Boston liðið er lið án “stórstjörnu” en spilar vel sem lið bæði byrjunarliðið og varamenn þegar þeir koma inn á. “Við erum allir ein stórstjarna” hefur verið mottó liðsins sem hefur innanborðs Isaiah Thomas sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi en getur líka tapað leikjum með því að ætla að vinna leiki upp á sitt eindæmi! Jae Crowder kemur til greina sem “most improved player” yfir tímabilið – og er líkast til sá leikmaður sem Boston getur síst verið án. Ég spái því þó að Kelly Olynyk muni stíga upp í þessum leikjum og geri gæfumuninn fyrir þá grænu. Vörnin er þó aðall Boston liðsins og takist þeim að hemja Millsap í fjórum leikjum þá á liðið séns! Bæði liðin hafa spilað á mörgum leikmönnum þannig að þreyta ætti ekki að hafa úrslitaáhrif og ég er á því að það sé alveg eins gott að kasta pening eins og að spá einhverju um úrslit í þessari viðurein; skjaldarmerkið kom upp sem segir mér að Boston vinni að lokum!
Boston 4 – Atlanta 2

 

Gangi spá mín eftir þá verða þetta viðureigninrnar í 4-liða úrslitum Austurdeildarinnar þannig úr:

Cleveland Cavaliers – Boston Celtics

Toronto Raptors – Charlotte Hornets

Hannes Birgir Hjálmarsson

Fréttir
- Auglýsing -