spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell jafnaði metin

Úrslit: Snæfell jafnaði metin

Viðureign Snæfells og Hauka var að ljúka í Stykkishólmi þar sem Snæfell jafnaði einvígið 1-1 með öruggum 69-52 sigri í úrslitarimmunni. Haiden Denise Palmer gerði 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Snæfells en Sylvía Rún Hálfdanardóttir gerði 13 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Hauka sem léku án Helenu Sverrisdóttur í kvöld og var vitað fyrir leik að um bratta brekku yrði að ræða hjá Haukum í fjarveru Helenu sem er óumdeilt einn allra besti leikmaður deildarinnar.

Snæfell-Haukar 69-54 (14-12, 18-4, 22-18, 15-20)

 

Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/6 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0. 

Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Shanna Dacanay 7, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 2/3 varin skot, Magdalena Gísladóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst.   

 

Viðureign: 1-1

Fréttir
- Auglýsing -