spot_img
HomeFréttirVerða Haukar Íslandsmeistarar eða verður oddaleikur?

Verða Haukar Íslandsmeistarar eða verður oddaleikur?

Deildarmeistarar Hauka heimsækja Íslands- og bikarmeistara Snæfells í Stykkishólm í kvöld kl. 19:15. Haukar leiða 2-1 í einvíginu eftir magnaðan spennuslag í Schenkerhöllinni í þriðja leik. Sigur hjá Haukum í kvöld tryggir þeim Íslandsmeistaratitilinn en sigur hjá Snæfell tryggir ríkjandi meisturum oddaleik í Hafnarfirði.

Aðeins heimasigrar hafa verið á boðstólunum hjá þessum mögnuðu liðum á Íslandsmótinu þetta tímabil. Tölfræðin hallar því gegn Haukum í kvöld og sömuleiðis gegn Snæfell ef kemur til oddaleiks. 

 

Haukar tóku 1-0 forystu í einvíginu með 65-64 sigri í Schenkerhöllinni, Snæfell jafnaði 1-1 með 69-54 sigri þar sem Helena Sverrisdóttir lék ekki með í öðrum leiknum vegna meiðsla. Helena var mætt aftur til leiks í þriðja leik þar sem Haukar náðu 2-1 forystu með framlengdum sigri, 82-74. Hvað verður í kvöld?

 

Þá er fjöldi leikja í yngri flokkum í dag en alla leiki dagsins má sjá hér

Fréttir
- Auglýsing -