spot_img
HomeFréttirMaciej Baginski til liðs við Þór Þorlákshöfn

Maciej Baginski til liðs við Þór Þorlákshöfn

Njarðvíkingar missa nú spón úr aski sínum því Maciej Baginski hefur samið við Þór Þorlákshöfn um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Á Facebook-síðu Þórs segir:

Við bjóðum Maciej Stanislav Baginski velkominn í raðir Þórsara. Hann hefur samið við körfuknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu næsta keppnistímabil. Það er ánægjulegt að fá þennan öfluga leikmann í okkar raðir og passar hann vel inn í hópinn. Maciej er 21 árs og hefur leikið með öllum yngri landsliðum KKÍ frá 13 ára aldri. Hann hefur leikið með Njarðvík alla tíð en nú ákvað hann að söðla um. Á liðinni leiktíð var Maciej með 12,3 stig og 11,4 framlagsstig. Það verður gaman að sjá hann á fjölum Icelandic Glacial hallarinnar í vetur. Áfram Þór 

 

Mynd / Maciej ásamt Jóhönnu Margréti Hjartardóttur formanni KKD Þórs. 

 

Fréttir
- Auglýsing -