Njarðvíkingar missa nú spón úr aski sínum því Maciej Baginski hefur samið við Þór Þorlákshöfn um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Á Facebook-síðu Þórs segir:
Við bjóðum Maciej Stanislav Baginski velkominn í raðir Þórsara. Hann hefur samið við körfuknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu næsta keppnistímabil. Það er ánægjulegt að fá þennan öfluga leikmann í okkar raðir og passar hann vel inn í hópinn. Maciej er 21 árs og hefur leikið með öllum yngri landsliðum KKÍ frá 13 ára aldri. Hann hefur leikið með Njarðvík alla tíð en nú ákvað hann að söðla um. Á liðinni leiktíð var Maciej með 12,3 stig og 11,4 framlagsstig. Það verður gaman að sjá hann á fjölum Icelandic Glacial hallarinnar í vetur. Áfram Þór
Mynd / Maciej ásamt Jóhönnu Margréti Hjartardóttur formanni KKD Þórs.



