Stjarnan hefur ráðið Pétur Már Sigurðsson sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna. Samningurinn hljóðar upp á tvö ár, en á síðasta ári, fyrsta ári þeirra í efstu deild, voru það tveir sem að þjálfuðu liðið. Fyrst var það Baldur Ingi Jónasson sem að þjálfaði liðið þangað til laust eftir áramót, en þá var hann beðinn um að taka pokann sinn og Berry Timmermans kláraði tímabilið.
Fréttatilkynning Stjörnunnar:
Pétur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik til næstu tveggja ára en Stjarnan lauk sínu fyrsta ári í efstu deild nú í vor.
Pétur er með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræðum ásamt því að vera með kennsluréttindi í íþróttum. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Skallagrím, KFÍ og Fjölni, meistaraflokk karla hjá Laugdælum og KFÍ, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fjölnis og KFÍ ásamt því að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari hjá A-landsliðs karla. Hann á einnig farsælan feril að baki sem körfuknattleiksmaður
Pétur þekkir vel til í Ásgarði enda er hann aðstoðarþjálfari Hrafns hjá meistaraflokki karla ásamt því að hann þjálfaði unglingaflokk karla síðasta vetur. Stjarnan býður Pétur velkomin til starfa hjá meistaraflokki kvenna.
Viðtal:



