spot_img
HomeFréttirHlynur fer frá Sundsvall

Hlynur fer frá Sundsvall

Örlög Sundsvall Dragons eru ráðin en nýskipuð stjórn félagsins hefur lýst Drekana gjaldþrota. Nýja stjórnin fékk nauman tíma til þess að sýna fram á að hægt væri að snúa vörn í sókn en fréttamiðlar í Svíþjóð skýra frá því að ástandið á félaginu hafi í raun ekki boðið upp á neitt annað en að lýsa yfir gjaldþroti.

Sundsvall bíða nú þess örlög að fara þá væntanlega niður í sænsku þriðju deildina og staðfesti landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson við Karfan.is rétt í þessu að hann hefði þá þegar leikið sitt síðasta tímabil fyrir Sundsvall. Hlynur gekk til liðs við sænska félagið 2010. 

 

Hlynur hefur séð góða félaga með sér í drekabælinu í Jakobi Erni Sigurðarsyni, Pavel Ermolinskij, Ægi Þór Steinarssyni og Ragnari Nathanaelssyni en Hlynur verður því síðastur Íslendinganna til að segja skilið við klúbbinn. 

Fréttir
- Auglýsing -