spot_img
HomeFréttirDraymond Green sló Lebron James í punginn

Draymond Green sló Lebron James í punginn

 

Leikmaður Golden State Warriors, Draymond Green, verður hugsanlega í banni í 5. leik úrslitaeinvígis liðsins gegn Cleveland Cavaliers. Þegar rétt tæpar 3 mínútur (í stöðunni 96-86) voru eftir af síðasta leik liðanna lenti honum og Lebron James saman með þeim málalyktum að báðir fengu dæmda á sig villu. Sé myndbandið hinsvegar skoðað betur, sést Green (umdeilanlega) slá til klofsins á James. Dómaranefnd NBA deildarinnar mun nú fara yfir málið og er niðurstöðu að vænta á næsta sólahringnum. Mun þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem Green er sakaður um að fara á eftir djásnum leikmanns hins liðsins, en hann var vændur um að sparka á sama stað til Steven Adams í leik í undanúrslitaeinvígi Warriors gegn Thunder. 

 

Ef svo er metið að þessi villa hafi verið óíþróttamannsleg, þá verður Green ekki með í leik 5. Einfaldlega vegna þess að hann er aðeins einni slíkri villu frá því að fylla kvótann sinn og fara í sjálfgefið eins leiks bann. 

 

Af myndbandinu sjálfu er nú ekki mikið að sjá að Green sé að reyna að slá til hans, eða hvað? Dæmi nú hver fyrir sig.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -