spot_img
HomeFréttirÁstralía og Bandaríkin heimsmeistarar U17

Ástralía og Bandaríkin heimsmeistarar U17

Heimsmeistarakeppnu U17 ára landsliða lauk á dögunum þar sem kvennalið Ástralíu og karlalið Bandaríkjanna fögnuðu sigri. Hjá Áströlum var um að ræða sögulegan sigur þar sem U17 ára lið landsins varð heimsmeistari í fyrsta sinn.

Ástralir höfðu þá öruggan 62-38 sigur gegn Ítalíu en liðið vann alla leiki sína í lokakeppninni. Ítalir fengu þá eins og gefur að skilja silfrið og Bandaríkjakonur höfnuðu í 3. sæti eftir 65-50 sigur á Kína.

Karlamegin var úrslitaleikurinn svipað óspennandi og kvennamegin en þá burstuðu Bandaríkjamenn Tyrki 96-56. Niðurstöðurnar þýða að Bandaríkjamenn hafa unnið allar fjórar keppninar í núverandi fyrirkomulagi.

Litháen hafnaði í 3. sæti eftir 81-63 sigur á Spánverjum.

Mynd/ U17 ára karlalið Bandaríkjanna varð heimsmeistari eftir stóran og öruggan sigur gegn Tyrklandi.

Fréttir
- Auglýsing -