Körfuknattsleikdeild Breiðabliks og Jasmine Phillips hafa komist að samkomulagi að hún spili með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jasmine Phillips er 23 ára gömul og fædd í Hartsville, South Carolina í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD Breiðabliks.
Phillips hefur spilað fyrir háskólaliðin Tennesse Volunteers og East Carolina. Hjá síðarnefnda liðinu var hún með 9.0 stig að meðaltali ásamt 5.0 fráköstum, tæpu einu vörðu skoti og 1.8 stolnir bolta sem var best innan liðsins.
Von er á Jasmine í byrjun september til Íslands.
Myndbrot úr leikjum Phillips í háskóla:
Jasmine (Jazz) Phillips (East Carolina University) Highlight from Jermaine Brown on Vimeo.



