Fjórum keppnisdögum er nú lokið á Ólympíuleikunum í körfubolta. Sex leikir fóru fram í gær og í nótt, þrír í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Eftir gærdaginn er helst frá því að greina að stórlið Spánar er enn án stiga eftir tvo leiki eftir 66-65 ósigur gegn heimamönnum frá Brasilíu í sannkölluðum naglbít.
Úrslit gærdagsins í karlaflokki:
Brasilía 66-65 Spánn
Litháen 89-80 Nígería
Argentína 90-82 Króatía
Úrslit gærdagsins í kvennaflokki:
Ástralía 89-71 Frakkland
Brasilía 63-65 Hvíta Rússland
Tyrkland 76-62 Japan
Marquinhos var hetja Brasilíumanna þegar 5 sekúndur lifðu leiks þegar hann blakaði boltanum í körfuna eftir teigskot frá félaga sínum Marcelo Huertas:
Leikir dagsins á Ólympíuleikunum:
Karlaflokkur
Serbía – Frakkland
Ástralía – Bandaríkin (21.50 ÍSL tími á Stöð 2 Sport)
Venesúela – Kína
Kvennaflokkur
Kína – Spánn
Bandaríkin – Serbía
Senegal – Kanada
Hér er sjónvarpsdagskráin á RÚV og Stöð 2 Sport fyrir leiki í beinni á Ólympíuleikunum.
Mynd/ FIBA – Marcus Vinicius Marquinhos gerði sigurstig Brasilíu gegn Spáni í gær.



