Davíð Eldur Baldursson og Ólafur Þór Jónsson tóku um helgina við sem ritstjórnendur Karfan.is. Jón Björn Ólafsson, Skúli Björgvin Sigurðsson og Hörður D. Tulinius létu þá af störfum við ritstjórn síðunnar og færa sig nú yfir í sæti fréttaritara og önnur tilfallandi störf.
Þeir Davíð og Ólafur munu á næstunni koma sínum áherslum fyrir á síðunni og er það einlæg von okkar allra sem að síðunni stöndum að þeir félagar fái góðar mótttökur sem víðast í hreyfingunni.
Mynd/ Bára Dröfn – t.v. Davíð Eldur Baldursson og t.h. Ólafur Þór Jónsson.



