spot_img
HomeFréttirKR semur loksins við erlendan leikmann

KR semur loksins við erlendan leikmann

KR hefur gengið frá samningi við Cedrick Bowen og mun hann leika með þreföldum Íslandsmeisturum á KR komandi keppnistímabili, þetta var tilkynnt á facebook síðu KR rétt í þessu. Cedrick er 24 ára gamall og lék með Charleston Southern háskólanum og í fyrra í Svartfjallalandi á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku.

 

Bowen þótti einnig liðtækur í amerískum fótbolta en valdi körfubolta í Charleston skólanum en þar lék einmitt Falur Harðarson fyrrverandi leikmaður Keflavíkur um skeið. Cedrick Bowen er kraftframherji með mikinn hraða og styrk. 

 

Bowen kemur í stað Michael Craion sem leikið hefur með KR síðustu ár við frábæran orðstýr. 

 

Tilkynningu KR má sjá hér að neðan.

 

 

Mynd : IBC Scout

Fréttir
- Auglýsing -