Jalen Riley var frábær í tapi Þórs á Stjörnunni í kvöld. Leikmaðurinn var ánægður með íslenska boltann og setur markið hátt fyrir komandi tímabil.
,,Stjarnan var að spila vel í kvöld. Við byrjuðum rólega en náðum samt að spila góðan bolta. Við höfðum þetta í okkar hendi í lok leiks en svona er þetta stundum“. Jalen sagði ennfremur að sér líkaði vistin á Íslandi vel og fer fögrum orðum um liðsandann, liðsfélagana og þjálfarann.
Viðtal Þórs TV við leikmanninn má sjá hér að neðan:
Mynd / Palli Jóh
Viðtal / Þór TV



