spot_img
HomeFréttirFeðgar mættust á Hlíðarenda

Feðgar mættust á Hlíðarenda

Valur valtaði yfir Ármann í fyrsta leik tímabilsins í 1. deild karla 116-61. Valsmönnum er spáð góðu gengi í vetur en Ármanni neðsta sæti deildarinnar.

 

 

 

Leikurinn var áhugaverður fyrir margar sakir. Hinn 44. ára Baldur Ingi Jónasson tók fram skónna í sumar og spilaði með Ármann í kvöld. Ekki nóg með það, í liði Vals var Ingimar Aron Baldursson sem vel að merkja er tengdur Baldri.

 

Þeir feðgar mættust semsagt á vellinum en Baldur spilaði 22 mínútur en Ingimar ellefu mínútur. Það eru ekki nema 26 ár á milli þeirra feðga en sá eldri gefur þeim yngri lítið eftir.

 

Ingimar hefur þó montréttinn á heimilinu en hans lið fór ansi illa með Ármann.

 

Myndir frá Torfa Magnússyni úr leiknum má sjá hér að neðan:

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -