spot_img
HomeFréttirMiðasalan nálgast 1000 miðapakka

Miðasalan nálgast 1000 miðapakka

Hannes Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands sagði við Karfan.is áðan að forsalan á EuroBasket 2017 á Íslandi væri að nálgast 1000 miðapakka! 

„Þetta gekk ofboðslega vel í morgun. Það voru mjög margir að reyna á sama tíma að komast að á vefsíðunni, kerfið tók þá frá marga miða í einu svo hjá sumum tók þetta mögulega smá tíma. Heildarfjöldinn er að nálgast 1000 miðapakka sem þegar eru farnir á tix.is og góður gangur í sölunni,“ sagði Hannes og ítrekaði fyrir fólki að kaupa miðana á tix.is.

„Það viljum við svo stuðningsfólkið okkar geti verið saman í stúkunni og eitt er alveg öruggt að fólk fær ekki miða á viðureign Finnlands og Íslands nema í gegnum tix.is og ekki sæti með okkur nema í þessu miðaferli. Árið 2015 í Berlín biðu margir fram á síðustu stundu og fólk sat þá kannski nokkuð fjærri íslenska kjarna stuðningsmannanna. Þannig að ef fólk er harðákveðið í að fara til Finnlands þá er þetta rétti tíminn til að fjárfesta í miðunum.“

Aðspurður um umgjörð stuðningsmanna í Helsinki þegar að móti kemur sagði Hannes að mun meira og skipulagðara utanumhald yrði að þessu sinni en í Berlín.

„Við sömdum við Finna sem liðsinna okkur við að setja upp mjög öflugt stuðningsmannasvæði í miðbæ Helsinki. Þar verður kjörið fyrir okkar stuðningsfólk að koma saman og hafa gaman. Það verður búið til ýmislegt skemmtilegt í kringum stuðningsmannahóp Íslands og var það einn af lykilþáttunum í því að við sóttum fast að fá að vera samvinnuaðilar Finna. Við gerum svo ráð fyrir að fá helstu fræðinga í fjörheitum til liðs við okkur til að skapa ógleymanlega stemmningu í Finnlandi.

Fréttir
- Auglýsing -