Bakvörðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur verður frá næstu 4-6 vikurnar samkvæmt Facebook-síðu UMFN. Oddur lék ekki með Njarðvíkingum gegn Snæfell í síðustu umferð Domino´s-deildar karla þar sem hann sneri sig á ökkla á æfingu með Njarðvíkingum.
Í færslunni hjá Njarðvík segir einnig að Stefan Bonneau sé að verða klár á nýjan leik en hann mun vera eitthvað stífur vegna fyrri meiðsla en er í daglegri umsjón sjúkraþjálfara og er vonast til að hann verði leikfær þegar Stjarnan mætir í Ljónagryfjuna næsta föstudag.



