Á föstudag mun skólalið Kawhi Leonard heiðra sinn mann með því að vígja Spurs-leikmanninn inn í frægðarhöll skólans. Kawhi sjálfur hefur ákveðið að vera ekki viðstaddur athöfnina.
Hjá Slamonline.com segir að Kawhi hafi fremur ákveðið að spila þýðingarlausan leik með Spurs á undirbúningstímabili NBA deildarinnar sama kvöld og athöfnin á sér stað.
„Mitt markmið þessa stundina er að gera liðið betra, ég þakka San Diego State fyrir heiðurinn og óska ég þeim alls hins besta á komandi tímabili. Þau skilja hvað ég er að reyna að afreka á mínum atvinnumannaferli,“ sagði Kawhi um málið.
Þjálfarinn Gregg Popovich lét málið auðvitað ekki í friði og sagði: „Kawhi er ansi líkur Timmy hvað þetta varðar,“ sagði Popovich og átti þar við um Tim Duncan og bætti svo við. „Heiðursnafnbætur þýða ansi lítið í hans huga. Hann vill bara verða NBA meistari og það er í raun það eina sem hann hugsar um tengt körfubolta.“



