spot_img
HomeFréttirVestri kominn á kortið

Vestri kominn á kortið

 

 

Seinni hálfleikurinn taldi meira
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur, ÍA byrjaði betur og leiddi meira og minna í fyrri hálfleik leiksins. Fóru til búningsklefa með 11 stig í forskot, 44-33. Vestramenn mættu hinsvegar í seinni hálfleikinn og unnu seinni 34-49 sem þýðir að lokatölur leiksins urðu 77-82 sigur Vestra.

Bæði lið mættu sigurlaus í þennan leik og því mikið undir. Nokkuð ljóst að menn væru að fara að selja sig dýrt.
 

Leikurinn og löngunin í 4 leikhluta

Alls skoruðu fimm leikmenn ÍA tíu stig eða meira og næsti maður þar á eftir var með níu stig. Hjá Vestra var Nebojsa lang stigahæsti maðurinn, og stigahæsti maður vallarins um leið, með 33 stig og Hinriki fylgdi í kjölfarið með 20 stig. Næstur þar á eftir var með 9 stig.

Skagamenn keyrðu því nokkuð vel á liðsheildinni en gekk illa að stoppa aðal skorara Vestra.

 

Lykillinn að sigrinum var 4. leikhluti þar sem Vestri skoraði 27 stig gegn 16 stigum heimamanna.

 

Vestri er því kominn með 2 stig á töfluna á meðan ÍA er enn að leita að sínum fyrsta sigri þetta tímabilið.

 

Tölfræði leiks

 

Texti: HGH
Mynd: Jónas H. Ottósson

 

Fréttir
- Auglýsing -