spot_img
HomeFréttirSöltun á Sauðárkróki - Þór Ak með sinn fyrsta sigur

Söltun á Sauðárkróki – Þór Ak með sinn fyrsta sigur

Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Eftir nokkra spennu í fyrri hálfleikjum allra leikja kvöldsins urðu allir leikir heldur ójafnir í þeim seinni.

 

Tindastóll 100-69 Njarðvík

Sauðkrækingar gjörsamlega niðurlægðu Njarðvík frá fyrstu mínútu og höfðu gríðarlega öruggan 31 stiga sigum. Björgvin Hafþór fór gjörsamlega á kostum fyrir Tindastól auk þess sem hinn umdeildi Mamadou Samb leit vel út gegn Corbin Jackson. Munurinn var mestur 40 stig og greinilegt að Njarðvík þarf að skoða sín mál fyrir næstu umferð.

 

Grindavík 85-97 Þór Ak.

Nýliðarnir sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir fóru í heimsókn til Grindavíkur. Grindavík sem hafði unnið fyrstu tvo heimaleiki sína lenti í kröppum dansi gegn KR í síðustu umferð og héldu uppteknum hætti gegn Þór Ak. Darrel Lewis var með 20 stig í leiknum og leiddi lið sitt.

 

Skallagrímur 78-84 ÍR

Eftir frábæra byrjun Skallagríms þar sem staðan var 11-2 eftir fimm mínútna leik, hrundi varnarleikur Skallagríms og ÍR komst á bragðið. Bæði lið náðu fínum áhlaupum en Skallagrímur tapaði 25 boltum í öllum leiknum og áttu fyrir vikið ekki séns Í ÍR liðið. Matthew Hunter var atkvæðamestur í liði gestanna með 26 stig en ÍR sigldi þessum sigri heim af yfirvegun og skynsemi.

Fréttir
- Auglýsing -