spot_img
HomeFréttirAtli Aðalsteins: Þarf kraftaverk til að vinna leik þegar þú tapar 26...

Atli Aðalsteins: Þarf kraftaverk til að vinna leik þegar þú tapar 26 boltum

Aðstoðarþjálfari Skallagríms, Atli Aðalsteinsson var hundfúll með tap síns liðs gegn ÍR í kvöld. Leikurinn endaði 84-78 ÍR í vil en leikurinn fór fram í Borgarnesi.

 

Karfan.is náði á Atla nú í kvöld en Skallagrímur byrjaði leikinn vel en hélt það ekki út.

 

„Við byrjum vel eins og við ætluðum og náum aðeins að sjokkera þá. Það kemur svo smá tregi í sóknina hjá okkur i fyrsta leikhluta. í öðrum leikhluta fara þeir að taka ansi fast á okkur og við eiginlega höndlum það ekki alveg nógu vel, förum að tapa boltanum óþarflega oft og leggjum svolitið leikinn upp fyrir þá.“ sagði Atli og bætti við:

 

„Seinni hálfleikur byrjar ekki eins og við ætluðum, við erum lengi að skora og töpum boltanum áfram alltof mikið. Lendum undir og erum að elta í rauninni allan seinni hálfleikinn, það fer mikil orka í það hjá okkur og við fundum eiginlega aldrei taktinn varnarlega. Skorum oft nokkrar körfur i röð en þá er strax buið að setja körfu i andlitið á okkur hinumegin.“

 

„Það þarf ekkert rosalega gáfulegan mann til að sjá að það þarf kraftaverk til að vinna leik þegar þú tapar 26 boltum, sú var raunin hjá okkur í dag, við fáum viku til að laga það og komum tilbúnir í Njarðvik.“

 

Skllagrímur sækir einmitt Njarðvík heim næstkomandi fimmtudagskvöld í Ljónagryfjunni.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -