Charles "Chuck" Garcia sem lék með Grindavík á síðasta tímabili við dapran orðstýr hefur ferið valinn í Þróunardeild NBA deildarinnar þetta árið.
Hann var valin í fjórðu umferð af liði Austin Spurs sem er tengt við annað Texaslið, San Antonio Spurs sem flestir ættu að kannast ágætlega við. Fyrstur í valinu var Anthony Brown sem lék með Lakers á síðasta tímabili og lék þá yfir 20 mínútur að meðaltali í leik, í heldur slöku Lakers liði.
Chuck þessi kemur frá Seattle og lék með Pheonix Suns í sumardeild NBA fyrir nokkrum árum auk þess að spila um Evrópu. Garcia var hinsvegar aldrei valin í NBA og hefur hann flakkað á milli deilda bæði í og utan Evrópu, þar á meðal ACB deildini á Spáni og núna síðast í S-Kóreu, einmitt í sama liði og Eric Wise fyrrum leikmaður UMFG spilar með núna.
Chuck sýndi ákaflega lítið á Íslandi og var með 18,7 stig, og 8,8 fráköst að meðaltali í 13 leikjum en hann var slakur varnarmaður og hentaði ekki í íslensku deildina. Eftirminnilegt var að hann mætti rétt eftir áramót með einn leðurjakka í farteskinu til Íslands.
Formaður Grindavíkur greip á það ráð að auglýsa eftir úlpu og ákvað Cintamani að redda honum góðri úlpu. Ekki fylgdi sögunni hvort úlpan sú fylgi nú með til Texas en notanagildið er líklega ekkert rosalega mikið.
Eftirminnilegur drengur þar og áhugavert að sjá hann kominn í D-League. Þar hafa sleggjur eins og Jimmer Fredette, Chris "Birdman" Anderson, Robert Covington og James Johnsson spilað á síðustu árum og hafa fengið tækifæri í NBA deildinni í framhaldi.



