Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Bulls héldu áfram góðri byrjun með þriðja deildarsigri sínum í röð eftir 88-118 útisigur á Brooklyn Nets. Sex liðsmenn Bulls gerðu 10 stig eða meira í leiknum og atkvæðamestur var Jimmy Butler með 22 stig og 6 fráköst. Hjá Brooklyn var Bojan Bogdanovic stigahæstur með 15 stig.
Úrslit næturinnar í NBA:
Toronto Raptors 105-102 Denver Nuggets
Brooklyn Nets 88-118 Chicago Bulls
Atlanta Hawks 106-95 Sacramento Kings
LA Clippers 116-98 Phoenix Suns
Topp 5 tilþrif næturinnar
Mynd/ Jimmy Butler átti flottan leik fyrir Bulls í nótt.



